fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Geimfarar á Mars munu sjá grænan himinn

Pressan
Laugardaginn 9. desember 2023 15:30

Svona lítur himininn út frá Mars. Mynd:NASA/JPL-Caltech/Cornell Univ./Arizona State Univ.– E. W. Knutsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Plánetan Mars er oft kölluð Rauða plánetan en himininn þar er grænn. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar en í henni tókst vísindamönnum í fyrsta sinn að sjá grænan litinn á himinhvolfinu á hinu sýnilega litrófi.

Vísindamennirnir notuðu ExoMars Trace Gas Orbiter, TGO, til að rannsaka gufuhvolfið á Mars og sáu að það er grænt. Þetta fyrirbrigði kallast loftljómi (airglow eða dayglow eða nightglow eftir hvaða tími sólarhringsins er) og á sér einnig stað hér á jörðinni. Þessu svipar að vissu leyti til norðurljósa hér á jörðinni en það eru mismunandi hlutir sem valda þeim.

Nightglow á sér stað þegar tvö súrefnisatóm sameinast og mynda súrefnisameind að sögn Evrópsku geimferðastofnunarinnar. Á Mars gerist þetta í um 50 km hæð. Á jörðinni myndast norðurljós þegar rafagnir frá sólinni lenda á segulsviði jarðarinnar.

Rannsóknir á gufuhvolfi Mars geta komið að gagni við hönnun geimfara sem senda á til plánetunnar. Með því að öðlast betri skilning og þekkingu á þéttleika gufuhvolfsins getu komið sér vel þegar kemur að því skipuleggja ferðir til Mars í framtíðinni, til dæmis við hönnum geimbúninga og fallhlífa sem þarf að nota þegar vistir verða látnar falla niður á yfirborð plánetunnar.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Astronomy að sögn space.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði