Vísindamennirnir notuðu ExoMars Trace Gas Orbiter, TGO, til að rannsaka gufuhvolfið á Mars og sáu að það er grænt. Þetta fyrirbrigði kallast loftljómi (airglow eða dayglow eða nightglow eftir hvaða tími sólarhringsins er) og á sér einnig stað hér á jörðinni. Þessu svipar að vissu leyti til norðurljósa hér á jörðinni en það eru mismunandi hlutir sem valda þeim.
Nightglow á sér stað þegar tvö súrefnisatóm sameinast og mynda súrefnisameind að sögn Evrópsku geimferðastofnunarinnar. Á Mars gerist þetta í um 50 km hæð. Á jörðinni myndast norðurljós þegar rafagnir frá sólinni lenda á segulsviði jarðarinnar.
Rannsóknir á gufuhvolfi Mars geta komið að gagni við hönnun geimfara sem senda á til plánetunnar. Með því að öðlast betri skilning og þekkingu á þéttleika gufuhvolfsins getu komið sér vel þegar kemur að því skipuleggja ferðir til Mars í framtíðinni, til dæmis við hönnum geimbúninga og fallhlífa sem þarf að nota þegar vistir verða látnar falla niður á yfirborð plánetunnar.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Astronomy að sögn space.com.