fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Elstu heimsálfurnar í Vetrarbrautinni eru hugsanlega 5 milljörðum ára eldri en jörðin

Pressan
Laugardaginn 9. desember 2023 07:30

Vetrarbrautin. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á nokkrum fjarplánetum í útjaðri Vetrarbrautarinnar eru hugsanlega heimsálfur, og þróað líf, sem eru 5 milljörðum ára eldri en jörðin.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í vísindaritinu Research Notes of the American Astronomical Society.

Þessi niðurstaða þýðir að hugsanlega séu margar plánetur í Vetrarbrautinni þar sem er líf að finna, hugsanlega þróaðra líf en hér á jörðinni.

Stjörnulíffræðingar telja að til að líf geti þrifist þurfi pláneta að búa yfir ákveðnum eiginleikum. Súrefni í andrúmsloftinu, eitthvað sem verndar lífverur fyrir hættulegum geislum utan úr geimnum og fljótandi vatn.

Stórir landmassar eru ekki beinlínis skilyrði fyrir að líf geti myndast en saga jarðarinnar sýnir að landmassar eru mikilvægir til að líf geti þrifist og varað í langan tíma.

Ef heimsálfur mynduðust á fjarplánetu áður en jörðin varð til, þá er hugsanlegt að þar sé að finna gamalt líf sem er þróaðra en lífið hér á jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði