fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Dauðsföllum af völdum mislinga fjölgaði um 40% á milli 2021 og 2022

Pressan
Laugardaginn 9. desember 2023 14:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna þess hversu dró úr bólusetningum við mislingum á tíma heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur mislingatilfellum fjölgað með tilheyrandi fjölgun dauðsfalla og faraldra um allan heim.

Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO og bandarísku smitsjúdómastofnuninni CDC fjölgaði mislingatilfellum mikið á milli 2021 og 2022.

Í nýrri skýrslu frá CDC kemur fram að smitum hafi fjölgað um 18% á milli 2021 og 2022 eða úr 7,8 milljónum tilfella í 9,2 milljónir.

Á heimsvísu fjölgaði dauðsföllum af völdum mislinga um 45% eða úr 95.000 árið 2021 í 136.200 á síðasta ári. Þeim löndum sem tilkynntu um stóra mislingafaraldra fjölgaði úr 22 árið 2021 í 37 á síðasta ári eða um 68%.

John Vertefeuille, forstjóri alþjóðaónæmisdeildar CDC sagði að fjölgun mislingafaraldra og dauðsfalla af völdum mislinga sé mikil en því miður ekki óvænt ef litið er til minni þátttöku í bólusetningum síðustu árin.

Samkvæmt tölum frá WHO og UNICEF þá dró úr bólusetningum barna með MMR bóluefnablöndunni eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar braust út.  Frá 2000 til 2019 hækkaði hlutfall þeirra barna sem fengu fyrsta skammtinn af MMR úr 72% í 86% á heimsvísu.  Einn skammtur af MMR veiti 93% vörn gegn mislingum og tveir skammtar veita 97% vörn.

Þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á 2020 féll bólusetningarhlutfallið niður í 83% og 2021 fór það niður í 81%. 2022 jókst hlutfallið í 83% en þá voru mörg lönd að ná sér eftir heimsfaraldurinn en í fátækari löndum hélt bólusetningarhlutfallið áfram að dragast saman. 2019 var það 71% í fátækari löndum heimsins, 2021 var það 67% og á síðasta ári 66%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði