fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

4.000 ára gamalt grafhýsi í Noregi veitir mikilvægar upplýsingar

Pressan
Laugardaginn 9. desember 2023 22:30

Frá uppgreftrinum. Mynd:Háskólinn í Bergen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norskir fornleifafræðingar fundu nýlega grafhýsi frá nýsteinöld. Grafhýsið er um 4.000 ára gamalt og í því eru líkamsleifar að minnsta kosti fimm manns. Grafhýsið getur veitt mikilvægar upplýsingar um fyrstu bændurna sem settust að á svæðinu.

Fornleifafræðingar frá háskólanum í Bergen hafa verið við uppgröft í Sejle í suðvesturhluta Noregs síðan í apríl. Uppgröfturinn fer fram á svæði þar sem á að reisa nýtt hótel.

Fram að þessu hafa þeir fundið mannvistarleifar og hrúgur af dýrabeinum auk verkfæra, þar á meðal sigði. En það sem þykir athyglisverðast er fyrrnefnt grafhýsi.

Aldursgreining á grafhýsinu sýnir að það er frá því 2140 til 2000 fyrir Krist, eða í lok nýsteinaldar. Það er 3×1,5 metrar og tæplega 1 metra hátt. Í því eru tvö rými sem bera þess merki að þar hafi fólk verið jarðsett, þar á meðal leifar af eldri karlmanni, 2 ára barni og ungri konu. Önnur bein benda til að að minnsta kosti tveir til viðbótar hafi verið jarðsettir í grafhýsinu.

Mannkynið byrjaði að stunda landbúnað fyrir um 12.000 árum í Miðausturlöndum en tæknin barst ekki hratt til Noregs og þar hélt fólk áfram að lifa á veiðum og fiskveiðum.

Tvö helstu viðfangsefni norskra fornleifafræðinga  eru að rannsaka hvernig landbúnaður náði fótfestu í landinu og hverjir voru fyrstu bændurnir.

Aldur grafhýsisins og sú staðreynd að þar var sigði hjá mannvistarleifunum, þykir sterk sönnun þess að sumir af fyrstu bændunum í Noregi hafi sest að í Selje.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði