fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Fundu ofskynjunarefni í súkkulaði sem var selt á markaði

Pressan
Föstudaginn 8. desember 2023 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar þess að nokkrir veiktust nýlega eftir að hafa borðað súkkulaði, sem var keypt á markaði í Nottinghamskíri á Englandi, lét lögreglan gera efnafræðirannsókn á súkkulaðinu. Rannsóknin leiddi í ljós að í því voru ofskynjunarefnin psilocin og THC, sem er að finna í kannabis.

Sky News skýrir frá þessu og segir að samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni hafi ofskynjunarefnin fundist í nokkrum súkkulaðistykkjum sem voru seld í bás á markaði í Mansfield.

Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins og hefur sent út aðvörun þar sem fólk er hvatt til að borða ekki súkkulaði keypt á markaðnum.

63 ára kona var handtekin í síðustu viku, grunuð um að hafa sett ofskynjunarefnin í súkkulaðið. Henni var síðan sleppt lausri gegn greiðslu tryggingar.

Fólkið, sem veiktist af súkkulaðiátinu, hefur nú náð sér að fullu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði