fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Athyglisverðar niðurstöður tilraunar á áhrifum grænmetisfæðis

Pressan
Fimmtudaginn 7. desember 2023 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar hafa vakið töluverða athygli en rannsóknin snerist um áhrif grænmetisfæðis á fólk. Eineggja tvíburar voru fengnir til að taka þátt í rannsókninni. Annar þeirra var beðinn um að borða eingöngu grænmetisfæði í átta vikur en hinn var beðinn um að halda hefðbundnu mataræði þar sem grænmeti, kjöt og fiskur voru á borðum.

Niðurstaðan er mjög athyglisverð en hún sýndi að þeir tvíburanna sem borðuðu grænmetisfæði  höfðu margvíslegan heilsufarslegan ávinning af því. Kólesterólmagnið lækkaði sem og magn LDL-kólesteróls, blóðsykurinn komst í betra jafnvægi og þeir léttust.

Christopher Gardner, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við CNN að LDL-kólesterólið hafið lækkað um 10 til 15%, insúlín um 25% og þyngdartapið hafi numið 3% af líkamsþyngdinni. Þetta hafi gerst hjá þeim sem borðuðu eingöngu grænmetisfæði.

Hann sagði að grænmetisfæði geti innihaldið mikið af trefjum, vítamínum, steinefnum og plöntuefnum sem eru talin styrkja heilann, beininn, hjartað og augun og draga úr líkunum á alvarlegum sjúkdómum.

Fran Hu, prófessor í næringarfræði við Harvard háskólann, sagði að fólk þurfi ekki að gerast algjörar grænmetisætur til að njóta ávinningsins af slíku fæði. Það sé hægt að skera niður í kjötneyslu sem og neyslu annarra dýraafurða hægt og rólega.

Gardner sagði að ákveðinn ókostur hafi fylgt því að gerast grænmetisæta því þeir tvíburanna sem voru á grænmetisfæði voru ekki eins ánægðir og hinir vegna þess hversu þröngar skorður þeim voru settar varðandi mataræðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið
Pressan
Fyrir 1 viku

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum