fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Athyglisverðar niðurstöður tilraunar á áhrifum grænmetisfæðis

Pressan
Fimmtudaginn 7. desember 2023 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar hafa vakið töluverða athygli en rannsóknin snerist um áhrif grænmetisfæðis á fólk. Eineggja tvíburar voru fengnir til að taka þátt í rannsókninni. Annar þeirra var beðinn um að borða eingöngu grænmetisfæði í átta vikur en hinn var beðinn um að halda hefðbundnu mataræði þar sem grænmeti, kjöt og fiskur voru á borðum.

Niðurstaðan er mjög athyglisverð en hún sýndi að þeir tvíburanna sem borðuðu grænmetisfæði  höfðu margvíslegan heilsufarslegan ávinning af því. Kólesterólmagnið lækkaði sem og magn LDL-kólesteróls, blóðsykurinn komst í betra jafnvægi og þeir léttust.

Christopher Gardner, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við CNN að LDL-kólesterólið hafið lækkað um 10 til 15%, insúlín um 25% og þyngdartapið hafi numið 3% af líkamsþyngdinni. Þetta hafi gerst hjá þeim sem borðuðu eingöngu grænmetisfæði.

Hann sagði að grænmetisfæði geti innihaldið mikið af trefjum, vítamínum, steinefnum og plöntuefnum sem eru talin styrkja heilann, beininn, hjartað og augun og draga úr líkunum á alvarlegum sjúkdómum.

Fran Hu, prófessor í næringarfræði við Harvard háskólann, sagði að fólk þurfi ekki að gerast algjörar grænmetisætur til að njóta ávinningsins af slíku fæði. Það sé hægt að skera niður í kjötneyslu sem og neyslu annarra dýraafurða hægt og rólega.

Gardner sagði að ákveðinn ókostur hafi fylgt því að gerast grænmetisæta því þeir tvíburanna sem voru á grænmetisfæði voru ekki eins ánægðir og hinir vegna þess hversu þröngar skorður þeim voru settar varðandi mataræðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað