fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Fór óvenjulega leið til að hita bílinn upp – Bíllinn brann og stórtjón varð á íbúðarhúsi

Pressan
Miðvikudaginn 6. desember 2023 08:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíleigandi einn, sem býr í Stenlille í Danmörku, fór heldur óvenjulega leið á laugardaginn þegar hann ætlaði að hita bílinn sinn upp, eða öllu heldur rafhlöðu hans. Þetta reyndist dýrkeypt því bíllinn eyðilagðist í eldi og íbúðarhús skemmdist.

Af einhverjum ástæðum þótti bíleigandanum það snjallræði mikið að koma brauðrist fyrir undir rafhlöðu bílsins og kveikja á henni til að láta hana hita rafhlöðuna upp. En þetta gekk nú ekki alveg upp og það kviknaði í bílnum.

Hann stóð í bílskýli þegar þetta gerðist og læsti eldur sig í það og íbúðarhúsið sem skemmdist.

Lögreglan skýrði frá þessu í tilkynningu og notaði tækifærið til að hvetja bíleigendur til að láta algjörlega eiga sig að nota þessa aðferð til að hita rafhlöðu bíla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði