fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Fjögurra barna móðir glímir við hryllileg veikindi vegna langvarandi COVID – Vill binda enda á líf sitt

Pressan
Miðvikudaginn 6. desember 2023 04:36

Kelly Louise Smith-May. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögurra barna móðir, Kelly Louise Smith-May sem býr í Bretlandi, smitaðist af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, í fyrsta sinn í desember 2021. Læknar greindu hana síðan með langvarandi COVID-19 til viðbótar við króníska síþreytu.

Nú hefur Kelly þjáðst í tvö ár og hefur fengið nóg og á sér þá ósk heitasta að deyja. Fjölskylda hennar og vinir hafa því hrundið fjársöfnun af stað til að safna fyrir ferð til Sviss þar sem hún getur fengið aðstoð við að deyja en þar í landi er heimilt að veita slíka aðstoð.

Kelly glímir við stanslausa verki og er ófær um að sinna börnum sínum. Eiginmaður hennar, Stuart May, sagði í samtali við Daily Mail að hann hafi þurft að hætta í vinnunni til að geta verið heima að hugsa um Kelly. „Ég átti engra annarra kosta völ en að hætta að vinna og sjá bókstaflega um allt hér heima. Fólk segir að við eigum yndislegt heimili en þetta er allt það sem við áttum á meðan Kelly var við góða heilsu,“ sagði hann.

„Kelly var stolt húsmóðir, hún vildi allt hið besta fyrir börnin síns. En í rúmlega 18 mánuði hefur hún verið föst í rúminu, ég þvæ hár hennar einu sinni í mánuði og ég verð að snúa henni. Hún þjáist svo mikið. Að fá aðstoð við að deyja er auðvelda lausnin fyrir Kelly því hún hefur gefið alla von upp á bátinn. Vinkona hennar fór þessa leið til að losna við sársauka og þjáningar, þetta er það sem hún vill,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði