fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Fulltrúi Bandaríkjanna sakaður um að prumpa á loftlagsráðstefnu – „Hann ætti að missa vinnuna“

Pressan
Þriðjudaginn 5. desember 2023 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Kerry, sérstakur fulltrúi Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, vakti gífurlega athygli fyrir ræðu sína á loftlagsráðstefnunni  COP28, sem fer nú fram í Dubai. Þar fór Kerry með ræðu um stefnu Bandaríkjanna gagnvart verksmiðjum sem knúnar eru áfram af kolum, en undir lok ræðunnar heyrðist vindur leystur úr læðingi.

„Það ættu ekki að leyfa verksmiðjur sem knúnar eru fyrir kol nokkurs staðar í heiminum,“ sagði Kerry og hélt áfram: „Ég finn sjálfan mig verða herskárri með tímanum því ég bara næ því ekki hvernig fullorðið fólk í ábyrgðarstöðu getur vikið sér undan þeirri ábyrgð að fjarlægja þessa hluti sem eru að drepa fólk daglega….“

Áður en Kerry komst lengra heyrðist hljóð sem mætti túlka sem fret. Ekki virðist það hafa truflað viðstadda sem klöppuðu. Kerry sat við hlið Becky Anderson, ritstjóra hjá CNN í Abu Dhabi, en hún sást í kjölfar ræðunnar setja hönd fyrir nef sér.

„Raunveruleikinn er að loftslagsváin og heilbrigðisváin er sú eina og sama,“ hélt Kerry ótrauður áfram.

Fjölmiðlamaðurinn Larry O’Connor hjá Townhall Media segir að vindgangur Kerry hafi orðið Bandaríkjunum til skammar.

„Stærsta vandamálið er, að á meðan þessu stóð, þar sem hann talaði fyrir okkur, Bandaríkin, þá rak hann við. Hann leysti vind á alþjóðlegum vettvangi.“

O’Connor segir erfitt fyrir Kerry að þræta fyrir prumpið og ljóst sé að loftslagsfulltrúinn þurfi að svara fyrir vindganginn. „Hann ætti að missa vinnuna undireins. John Kerry prumpaði“

Eftir stendur spurningin hvort að umdeilda hljóðið sé í raun og veru prump. Mögulega hefur annar fulltrúi á ráðstefnunni gleymt að slökkva á hljóðnema og andvarpað eða einhver fært stól. Kannski brakaði í stólnum?

Þó meint prump hafi ekki verið staðsett kom það ekki í veg fyrir þórðargleði á samfélagsmiðlum. Þar hlakkar sérstaklega í þeim sem hafa litla trú á því að loftlagsváin sé raunveruleg og þeim sem segjast hafa tekið inn svokallaða rauða pillu. Ein höfðu margir gaman að aðstæðum – að Kerry hafi losað gróðurhúsalofttegund á sviði loftlagsráðstefnu.

New York Post greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum