fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Tvær milljónir tegunda eru í útrýmingarhættu

Pressan
Sunnudaginn 3. desember 2023 07:30

Bramble Cay melomys dó út árið 2019. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær milljónir tegunda eru í hættu á að deyja út. Þetta er tvöfalt hærri tala en áður var talið samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að vísindamenn hafi lengi skýrt frá fækkun plantan og hryggdýra en þó hafi töluverð óvissa verið um stöðu  skordýra. Sameinuðu þjóðirnar áætluðu 2019 að 10% skordýrategunda væru í útrýmingarhættu.

Síðan hefur meiri gagna um skordýr verið aflað og hefur það leitt til þess að nú eru mun fleiri tegundir taldar í útrýmingarhættu en áður. Það eru svo margar skordýrategundir og því tvöfaldast fjöldi tegunda sem eru í útrýmingarhættu að því er segir í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í Plos One.

Það var mikil vinna að öðlast skilning á hvað er að gerast hjá skordýrum því gögn eru af skornum skammti. Þau gegna mikilvægu hlutverki í vistkerfinu, sjá um að frjóvga plöntur, endurvinna næringarefni og gera að jarðvegi og eyða sorpi. Án þeirra mun plánetan okkar ekki lifa af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði