fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Mexíkóar fluttu til Kaliforníu fyrir 5.200 árum

Pressan
Sunnudaginn 3. desember 2023 17:30

Garden Grove í Kaliforníu/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veiðimenn og safnarar frá Mexíkó fluttu til Kaliforníu fyrir um 5.200 árum og breiddu hugsanlega út framandi tungumál frá suðri á þessu svæði. Ef svo var, þá gerðist það tæplega 1.000 árum fyrr en áður var talið.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature.

Niðurstöðurnar eru þvert á hugmyndirnar um það sem er þekkt sem Uto-Aztekan tungumálin en í þeim hópi eru tungumál Azteka, Nahuatl, Hopi og Shoshoni. Þessar hugmyndir ganga út á að þessi tungumál hafi borist norður á bóginn með innflytjendum frá Mexíkó sem hafi að auki haft með sér tæknikunnáttu varðandi maísrækt.

Live Science hefur eftir Nathan Nakatsuka, aðalhöfundi rannsóknarinnar, að þessi uppgötvun sé mjög mikilvæg til að öðlast skilning á flutningi Azteka og annarra þjóða norður á bóginn.

Niðurstaða rannsóknarinnar byggist á rannsóknum á tönnum og beinum úr 79 einstaklingum. Þau fundust við fornleifauppgröft í mið- og suðurhluta Kaliforníu. Þessar leifar eru 7.400 til 200 ára gamlar. Einnig var notast við DNA-sýni úr líkamsleifum 40 manns, sem fundust í norðvestur og miðhluta norðurhluta Mexíkó. Þessar líkamsleifar eru 2.900 til 500 ára gamlar.

Með því að bera erfðamengi saman fundu vísindamennirnir sannanir fyrir að fólksstraumur hafi verið frá norðurhluta Mexíkó til Kaliforníu fyrir um 5.200 árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“