fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Fyrrum starfsmaður Apple segir að þetta geri út af við rafhlöðuna í iPhone-símanum þínum

Pressan
Miðvikudaginn 20. desember 2023 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem er einna mest pirrandi við að eiga snjallsíma á borð við iPhone er sú staðreynd að rafhlaðan getur stundum verið fljót að tæmast – sérstaklega þegar tækið er komið til ára sinna.

En það eru til ýmsar aðferðir til að lengja líf rafhlöðunnar og hefur fyrrverandi starfsmaður Apple vakið talsverða athygli á TikTok þar sem hann birtir myndbönd og leiðbeiningar um ýmislegt varðandi iPhone-snjalltækin.

Allir þekkja stillingar eins og Low Power Mode sem takmarkar virkni þeirra forrita sem eru ekki í notkun hverju sinni. En það eru til fleiri aðferðir eins og starfsmaðurinn fyrrverandi, Tyler Morgan, bendir á til að gera ekki út af við rafhlöðuna á símanum.

„Ekki hlaða símann þinn upp í 100% og ekki hlaða hann á næturnar. Það er nóg að hlaða hann upp í 80%,“ segir hann en tekur fram að ef þú ert að fara langt, eða þangað sem erfitt er að komast í hleðslu, sé í lagi að hlaða símann upp í 100% en það eigi að heyra til undantekninga.

Þá hvetur hann eigendur iPhone-snjallsíma til að notast við það sem kallað er Optimised Battery Charging, en þá styðst síminn við upplýsingar um hvenær eigandinn þarf alla jafna að nota símann. Hugbúnaðurinn frestar því að hlaða símann upp fyrir 80% og styttir þar með tímann sem hann fer í 100% meðan hann er í sambandi. Þetta á að lengja líf rafhlöðunnar.

Tyler er með fleiri ráð, til dæmis að slökkva á forritum sem eru í gangi í bakgrunninum en ekki í notkun. Til að gera þetta þarf að fara í Settings > General > Background App Refresh. Þar er hægt að slökkva á „bakgrunnsvinnslu“ allra forrita eða velja þau sem þú vilt slökkva á. „Nei, þú færð ekki tilkynningar frá Instagram en þú sparar rafhlöðuna,“ segir hann.

Þá mælir hann með því að slökkva á svokallaðri „staðsetningarþjónustu“ (e. location services) snjallforrita sem ekki eru í reglulegri notkun. Þetta er gert með því að fara í Settings > Privacy & Security > Locations Services. Þar geturðu slökkt á öllum forritunum eða valið þau sem þú vilt slökkva á.

Tyler nefnir fleiri leiðir til að spara rafhlöðuna, til dæmis að slökkva á Bluetooth eða Siri og minnka birtustigið á skjánum.

 

@hitomidocameraroll Let me know how much longer your battery lasts if you do all these…cause I can’t be bothered to do it myself. #savebatterylife #iphone #apple #iphonebattery #battery #iphonehacks #tech #ios #settings ♬ Le Monde – From Talk to Me – Richard Carter

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið
Pressan
Í gær

Morðmálið sem heltók Robert Redford og fjölskyldu hans er enn óleyst

Morðmálið sem heltók Robert Redford og fjölskyldu hans er enn óleyst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hafður að háði – Sagðist hafa stillt til friðar í stríði landa sem áttu ekki í átökum

Trump hafður að háði – Sagðist hafa stillt til friðar í stríði landa sem áttu ekki í átökum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varð blindur eftir eina íbúfen töflu – Sjóninni bjargað með ótrúlegri aðgerð

Varð blindur eftir eina íbúfen töflu – Sjóninni bjargað með ótrúlegri aðgerð