fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Ríkasta 1% losar jafn mikið koltvíoxíð og fátækustu tveir þriðju hlutar jarðarbúa

Pressan
Laugardaginn 2. desember 2023 07:30

Einkaþotur auðkýfinga menga mikið sem og aðrar einkaþotur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinir ofurríku hafa verið sakaðir um að „ræna plánetuna“ á meðan hinir fátæku gjaldi fyrir það. Ný skýrsla frá Oxfam-samtökunum varpar ljósi á þann mikla mun sem er á losun koltvíoxíðs ríka fólksins og annarra jarðarbúa.

Sky News segir að í skýrslunni komi fram að ríkasta 1% jarðarbúa losi jafn mikið koltvíoxíð og fátækustu tveir þriðju hlutar mannkyns.

Koltvíoxíðlosun ríkasta 1% var 16% af heildarlosun heimsins árið 2019 en það er jafnmikið og losun fátækustu fimm milljarða jarðarbúa.

Chiara Liguori, aðalloftslagsráðgjafi Oxfam, sagði að hinir ofurríku séu að „ræna plánetuna“ og hinir fátæku gjaldi fyrir það.

Hún sagði að þessi mikli munur á hversu mikið koltvíoxíð þessir tveir hópar losa sýni hvernig loftslagsvandinn og fátæktarvandinn tengjast og að tryggja verði að síhækkandi kostnaður af völdum loftslagsbreytinganna falli á þá sem bera mesta ábyrgð á þeim og geti greitt þennan kostnað.

Skýrsla Oxfam byggir á rannsókn sænsku umhverfismálastofnunarinnar þar sem lagt var mat á ætlaða losun mismunandi tekjuhópa á koltvíoxíði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð