fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Ríkasta 1% losar jafn mikið koltvíoxíð og fátækustu tveir þriðju hlutar jarðarbúa

Pressan
Laugardaginn 2. desember 2023 07:30

Einkaþotur auðkýfinga menga mikið sem og aðrar einkaþotur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinir ofurríku hafa verið sakaðir um að „ræna plánetuna“ á meðan hinir fátæku gjaldi fyrir það. Ný skýrsla frá Oxfam-samtökunum varpar ljósi á þann mikla mun sem er á losun koltvíoxíðs ríka fólksins og annarra jarðarbúa.

Sky News segir að í skýrslunni komi fram að ríkasta 1% jarðarbúa losi jafn mikið koltvíoxíð og fátækustu tveir þriðju hlutar mannkyns.

Koltvíoxíðlosun ríkasta 1% var 16% af heildarlosun heimsins árið 2019 en það er jafnmikið og losun fátækustu fimm milljarða jarðarbúa.

Chiara Liguori, aðalloftslagsráðgjafi Oxfam, sagði að hinir ofurríku séu að „ræna plánetuna“ og hinir fátæku gjaldi fyrir það.

Hún sagði að þessi mikli munur á hversu mikið koltvíoxíð þessir tveir hópar losa sýni hvernig loftslagsvandinn og fátæktarvandinn tengjast og að tryggja verði að síhækkandi kostnaður af völdum loftslagsbreytinganna falli á þá sem bera mesta ábyrgð á þeim og geti greitt þennan kostnað.

Skýrsla Oxfam byggir á rannsókn sænsku umhverfismálastofnunarinnar þar sem lagt var mat á ætlaða losun mismunandi tekjuhópa á koltvíoxíði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn