fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Stal stórfé frá Facebook

Pressan
Föstudaginn 15. desember 2023 17:30

Höfuðstöðvar Facebook í Palo Alto í Kaliforníu /Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona í Atlanta í Bandaríkjunum hefur játað að hafa dregið sér fé sem nemur meira en 4 milljónum dollara ( 550 milljónum íslenskra króna) frá Facebook á meðan hún starfaði hjá fyrirtækinu.

Þetta kemur fram í fréttum CNN.

Konan heitir Barbara Furlow-Smiles og starfaði hjá Facebook á árunum 2017-2021. Meðal verkefna hennar voru mannauðsmál, stefnumótun og að starfa að málum sem vörðuðu fjölbreytileika á heimsvísu.

Saksóknaraembættið á svæðinu segir Furlow Smiles hafa misnotað það traust sem henni var sýnt með því að svíkja fé út úr fyrirtækinu.

Starfs sín vegna var Barbara Furlow-Smiles með aðgang að sérstökum reikningi hjá fyrirtækinu sem ætlaður var  einkum fyrir risnu og útgjöld sem hún þurfti að ráðast í vegna starfsins. Hún misnotaði reikninginn hins vegar í sína persónulegu þágu og fjármagnaði íburðarmikinn lífstíl sinn. Hún notaði reikninginn til að greiða meðal annars fyrir hárgreiðslu, barnfóstur og skólagjöld í leikskóla.

Furlow-Smiles gerði þetta einkum með því að tengja fyrirtækja-greiðslukort sem hún var með við greiðsluöpp eða vefsíður sem hægt er að nota til að annast greiðslur. Þetta voru PayPal, Venmo og Cash App. Hún notaði síðan kortin til að greiða öðrum fyrir þjónustu, við Facebook, sem aldrei var innt af hendi. Oft var um að ræða ættingja og vini sem greiddu hluta af upphæðunum sem runnu til þeirra til baka til Furlow-Smiles sem eins konar mútur.

Furlow-Smiles bjó til falska reikninga til að greiðslurnar myndu líta eðlilega út í bókhaldi Facebook. Saksóknaraembættið segir að hún hafi dregið vini sína og ættingja inn í þessa glæpastarfsemi til að fjármagna kostnaðarsamann lífsstíl sinn í stað þess að vinna heiðarlega fyrir honum.

Dómur yfir Barbara Furlow-Smiles verður kveðinn upp í mars á komandi ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna