fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Heimsótti Michael Schumacher fyrir skemmstu og hefur þetta að segja um heilsu hans

Pressan
Föstudaginn 15. desember 2023 13:05

Jean Todt heldur góðu sambandi við Schumacher og fjölskyldu hans. Hann var liðsstjóri Ferrari þegar Schumacher var á hátindi ferils síns. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jean Todt, fyrrverandi liðsstjóri Michael Schumachers hjá Formúlu 1 liði Ferrari, heimsótti kappann fyrir skemmstu á heimili hans í Sviss.

Todt og Schumacher voru nánir á sínum tíma enda naut Ferrari-liðið fádæma velgengi þegar Schumacher var á hátindi ferils síns.

Brátt verða liðin tíu ár frá alvarlegu skíðaslysi sem Schumacher lenti í þegar hann skall með höfuðið á grjóti. Honum var haldið sofandi í um sex mánuði eftir slysið.

Aðstandendur Þjóðverjans hafa haldið upplýsingum um heilsu hans frá kastljósi fjölmiðla og hafa til að mynda engar myndir birst af Schumacher eftir slysið fyrir áratug síðan.

Todt hefur haldið góðu sambandi við fjölskylduna og í samtali við franska blaðið L‘Equipe sagðist Todd hafa heimsótt Schumacher um daginn og lýsti hann heimsókninni svona.

„Michael er enn meðal okkar þannig að ég sakna hans ekki. En hann er ekki sá Michael sem hann var áður. Hann er öðruvísi og nýtur góðrar umönnunar eiginkonu sinnar og barna sem gæta hans vel. Líf hans er öðruvísi og ég nýt þeirra forrétinda að geta heimsótt hann endrum og eins. Það er allt sem ég hef að segja. Því miður þá gripu örlögin í taumana fyrir tíu árum. Hann er ekki sá Michael sem við þekktum í Formúlu 1.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því