fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Furðulegt ráð gegn kvíðakasti nær útbreiðslu á TikTok og vísindamenn taka undir

Pressan
Mánudaginn 11. desember 2023 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á TikTok má finna allt milli himins og jarðar en áhorfendur þurfa þó að vera meðvitaðir um að ekki er alltaf allt eins og sýnist á samfélagsmiðlinum vinsæla.

Nýlega deildi notandi TikTok ráði gegn kvíðakasti sem vakið hefur talsverða athygli.

„Læknirinn minn sagði mér að fá mér Warhead í hvert skipti sem mér finnst ég vera að fá kvíðakast,“ sagði notandinn en fyrir þá sem ekki vita er Warhead vinsælt sælgæti sem er einstaklega súrt á bragðið. Konan segist hafa gert þetta og viti menn – það virkaði!

USA Today bar þetta tiltekna ráð undir Catherine Del Toro sem býr yfir langri reynslu í geðheilsuráðgjöf og hún segir að þetta virki í raun og veru.

Catherine segir að mannsheilinn ráði í raun aðeins við eitt „neyðartilvik“ í einu. Heilinn beini þannig athyglinni að hinu mjög súra bragði í munninum og veiti yfirvofandi kvíðakasti minni athygli. Þetta geti gagnast fólki enda auðvelt að vera með súra sælgætismola í vasanum.

Vísindamenn sem USA Today bentu einnig á að einnig sé hægt að nota aðrar leiðir sem hafa svipuð áhrif. Sterkur matur, sælgæti til dæmis, geti dregið úr áhrifum yfirvofandi kvíðakasts og þá hafi það svipuð áhrif að draga andann djúpt, stunda jóga og jafnvel handleika ísmola.

@taylor.talking Oof #anxiety #mentalhealth #mentalhealthmatters ♬ original sound – TalkingTaylor

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði