fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Ástralar skera upp herör gegn innflytjendum

Pressan
Mánudaginn 11. desember 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsk yfirvöld ætla að helminga þann fjölda innflytjenda sem þeir taka á móti á næstu tveimur árum. Ástæðan er sú að innviðir í landinu ráða illa við þann fjölda fólks sem flytur til landsins.

BBC greinir frá þessu.

Árið 2025 munu Ástralar aðeins taka á móti um 250 þúsund innflytjendum á hverju ári en hvert metið á fætur öðru hefur verið slegið í fjölda innflytjenda síðustu misseri. Fóru þeir yfir 500 þúsund á tímabilinu frá júní 2022 til júní 2023.

Á sama tíma munu yfirvöld herða mjög reglur um vegabréfsáritanir til stúdenta og fólks með litla menntun. Þá munu yfirvöld gera ríkari kröfur um enskukunnáttu þeirra sem vilja flytjast til landsins.

Clare O‘Neil, ráðherra innanríkismála í Ástralíu, kynnti þessa nýju stefnu á blaðamannafundi í morgun.

Í frétt BBC kemur fram að skortur sé á hæfu og vel menntuðum innflytjendum í Ástralíu og erfiðlega hafi gengið að lokka þá til landsins. Mun nýja stefnan gera þessu fólki auðveldara um vik að setjast að í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði