fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Vínuppskeran sú minnsta í 60 ár – Öfgaveðri um að kenna

Pressan
Sunnudaginn 10. desember 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemmbúið frost, mikil rigning og þurrkar höfðu mikil áhrif á vínuppskeru á árinu og er hún hin minnsta síðan 1961 að sögn samtakanna International Organisation of Vine and Wine (OIV).

The Guardian skýrir frá þessu og segir að uppskeran á árinu sé 244.1 milljónir hektólítra eða sjö prósentum minni en á síðasta ári.

Í yfirlýsingu frá OIV segir að enn einu sinni hafi öfgafullt veðurfar á borð við snemmbúið frost, mikla rigningu og þurrka haft mikil áhrif á uppskeru á vínbúgörðum um allan heim.

Á suðurhvelinu var mikill samdráttur í framleiðslu og má nefna að í Ástralíu, Argentínu, Chile, Suður-Afríku og Brasilíu dróst framleiðslan saman um 10 til 30%.

Ítalía datt af toppnum sem mesta vínframleiðsluland heims en þar dróst framleiðslan saman um 12%. Frakkland tók toppsætið að þessu sinni.

Spánn hélt þriðja sætinu þrátt fyrir að framleiðslan hafi minnkað um 14% og 19% ef miðað er við meðaltal síðustu fimm ára.

OIV segir að uppskerubresturinn þetta árið geti orðið til þess að jafnvægi komist á markaðinn því miklar birgðir séu víða til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði