fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Mæla enn eftirskjálfta eftir jarðskjálfta sem reið yfir 1886

Pressan
Sunnudaginn 10. desember 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fundið gögn um að eftirskjálftar geti haldið áfram öldum saman eftir stóra jarðskjálfta. Þessar niðurstöður eru þó umdeildar og ekki eru allir sammála þeim.

Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Journal of Geophysical Research: Solid Earth, kemur fram að í Norður-Ameríku séu enn hugsanlega eftirskjálftar eftir sterka skjálfta sem riðu yfir fyrir rúmlega 200 árum.

Eftirskjálftar eru venjulega litlir skjálftar sem fylgja í kjölfar stórra skjálfta þegar flekaskil jafna sig. Eftirskjálftar ríða venjulega yfir nokkrum dögum eða árum eftir stóra skjálftann en sumir vísindamenn telja að þeir geti átt sér stað öldum saman.

Í nýju rannsókninni skoðuðu vísindamenn uppruna jarðskjálfta í svokölluðum stöðugum hluta Norður-Ameríku en það eru mið- og austurhlutar Bandaríkjanna og hluti af austurhluta Kanada. Jarðskjálftar eru sjaldgæfir á þessu svæði því það er fjarri plötuskilum.

Öflugir skjálftar riðu yfir á landamærum Missouri og Kentucky 1811 og 1812 og 1886 reið Charleston jarðskjálftinn yfir Suður-Karólínu. Telja vísindamennirnir að skjálftar, sem séu eftirskjálftar eftir þessa skjálfta, ríði enn yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði