En hvað veldur þessu minnisleysi? Það er ekki af því að við móttökum ekki upplýsingar af þessu tagi á unga aldri. Það er frekar að heilinn sé ekki enn farinn að starfa þannig að hann safni þessum upplýsingum í flókið taugamynstur sem við þekkjum betur sem minningar.
Live Science skýrir frá þessu og segir að ung börn muni eitt og annað, til dæmis hverjir foreldrar þeirra eru eða að biðja fallega ef þau vilja fá nammi hjá mömmu sinni. Þar til á aldrinum 2 til 4 ára þá vantar börn venjulega minn um smáatriði ákveðinna atburða. Slíkar minningar eru geymdar í nokkrum svæðum á yfirborði heilans.