fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Óttast innrás „ofursvína“ í Bandaríkin

Pressan
Föstudaginn 1. desember 2023 04:28

Mynd úr safni. Mynd: EPA-EFE/JULIEN WARNAND

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir sérfræðingar óttast að „ofursvín“ muni gera innrás í Bandaríkin en þau hafa sótt mjög í sig veðrið í Kanada og telja sérfræðingar það aðeins tímaspursmál hvenær þau leggja leið sína suður yfir landamærin til Kanada, ef þau eru þá ekki nú þegar komin yfir landamærin.

Sky News skýrir frá þessu og segir að þessi svín séu  mjög stór og gáfuð. Þau geta auðveldlega tætt jarðveg upp og eyðilagt uppskeru og haft neikvæð áhrif á dýralíf. Veiðar á svínunum gæti gert vandann enn verri og því eru Bandaríkjamenn farnir að undirbúa sig á annan hátt.

Svínin eru blanda af Evrasíu villisvínum og kanadískum svínum. Við þessa blöndun öðluðust dýrin hæfileika Evrasíusvína við að komast af í þessum heimi og frjósemi kanadískra svína. Er tegundin sögð vera „lestarslys fyrir vistkerfið“.

Ryan Brook, einn helsti sérfræðingur Kanadamanna um svínin, segir að þau séu „ágengasta tegundin á jörðinni“ því þau geta borið sjúkdóma með sér og eyðilagt uppskeru og dýralíf. „Enginn ætti að vera hissa þegar þau fara yfir landamærin, ef þau hafa ekki gert það nú þegar,“ sagði hann og bætti við að spurningin sé hvað verði gert í málinu.

Í Minnesota, Norður-Dakóta og Montana er verið að grípa til ákveðinna aðgerða til að stöðva innrás svínanna en það er ekki auðvelt að eiga við þau því þau fjölga sér hratt.

Þau eru greind og loðin og því vel í stakk búin til að takast á við harða vetur og þau fjölga sér mjög hratt. Gylta getur eignast sex afkvæmi í einu og komið tveimur gotum á legg á ári. Þetta þýðir einfaldlega að þótt það takist að drepa 65% af stofninum á hverju ári, þá fjölgar svínunum samt.

Brokk sagði að veiðar á dýrunum gætu gert vandann enn verri en veiðimenn ná aðeins að fella dýr í 2-3 af hverjum 100 tilraunum.

Í nokkrum ríkum hafa veiðar á þeim verið bannaðar því þær gera að verkum að dýrin verða enn varari um sig og hrifnari af að vera á ferðinni á næturnar en þetta gerir veiðar á þeim enn erfiðari.  Verið er að íhuga aðrar veiðiaðferðir, til dæmis að nota gildrur eða notkun netbyssna úr þyrlum.

Villt svín eyðileggja nú þegar uppskeru að verðmæti 2,5 milljarða Bandaríkjadala í Bandaríkjunum árlega, aðallega í suðurríkjunum. Einnig eru dæmi um einstaka tilfelli þar sem þau hafa ráðist á fólk. Til dæmis urðu villisvín konu að bana í Texas 2019.

Vandamálið í Kanada má rekja aftur til níunda áratugar síðustu aldar þegar bændur voru hvattir til að rækta villisvín. En markaðurinn fyrir villisvín hrundi 2001 og sumir reiðir bændur slepptu þá dýrunum lausum og það hefur svo sannarlega reynst dýrkeypt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði