fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Fundu dýrategund sem flestir töldu að væri útdauð

Pressan
Föstudaginn 1. desember 2023 10:10

Vísindamenn í Suður-Afríku fundu tegundina. Mynd/re:wild

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn í Suður-Afríku gerðu skemmtilega uppgötvun fyrir skemmstu þegar þeir fundu dýrategund sem ekki hafði sést í 80 ár.

Um er að ræða tegund sem kallast De Winton‘s gullmoldvarpa en hún hafði ekki sést síðan árið 1936. Þetta eru tiltölulega litlar moldvörpur og auðþekkjanlegar á fallegum gulllituðum feldi. Þær eru blindar en með afar góða heyrn sem kemur að góðum notum, einkum þegar kemur að því að veiða skordýr.

Moldvarpan fannst á strönd í Port Nolloth á vesturströnd Suður-Afríku og voru það vísindamenn við Háskólann í Pretoríu sem fundu hana.

Til að vera alveg vissir voru tekin DNA-sýni úr jarðvegi þar sem moldvarpan hafði spókað sig og leiddi sú rannsókn í ljós að um var að ræða þessa sjaldgæfu tegund. Voru niðurstöður rannsóknarinnar birtar í tímaritinu Biodiversity and Conservation á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri