fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Fangelsisdómur fyrir son minn væri eins og dauðadómur

Pressan
Föstudaginn 1. desember 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir átján ára drengs með einhverfu hefur biðlað til yfirvalda um að sýna piltinum miskunn vegna ofbeldisglæps sem hann hefur verið ákærður fyrir.

Pilturinn, Brendan Depa, á yfir höfði sér 30 ára fangelsi fyrir að ráðast með fólskulegum hætti á kennara í skólanum sem hann stundaði nám við. Kennarinn, Joan Naydich, hafði gert Nintendo Switch-tölvu Brendans upptæka þar sem hann var að nota hana á skólatíma.

Á upptökum úr öryggismyndavélum í skólanum sést Brendan ráðast á kennarann með höggum og spörkum, bæði í búk og höfuð. Joan slasaðist töluvert í árásinni og brotnuðu til dæmis fimm rifbein. Þá varð hún fyrir heyrnarskaða.

Brendan var 17 ára þegar brotið var framið en móðir hans, Leanne, hefur kallað eftir því að honum verði sýnd miskunn. Segir hún að fangelsisdómur yrði eins og dauðadómur fyrir son hennar. Segir hún hann hafa átt mjög erfiða æsku. Hún sagðist vera miður sín yfir því sem sonur hennar gerði en fangelsisrefsing yrði engum til góðs.

Kennarinn, Naydich, hefur kallað eftir því að Brendan verði dæmdur til hámarksrefsingar sem er 30 ára fangelsisdómur.

Í viðtali við New York Post segir Leanne að Brendan sé greindur með einhverfu, ADHD, mótþróaröskun og það sem kallað er bráð árásarhneigð (e. intermittent explosive disorder). Hefur hún meðal annars sett spurningarmerki við það að Brendan hafi verið sendur í umræddan skóla. „Ég taldi að hann ætti ekki heima í opinberum skóla en ég hafði ekkert val um það,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði