fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Sjötug kona fæddi tvíbura en barnsfaðirinn lét sig hverfa

Pressan
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötug kona í Afríkuríkinu Úganda varð í gær elsta kona álfunnar til að eignast barn. Konan, Safina Namukwaya, fæddi tvíbura, pilt og stúlku, í gærmorgun á Kvennasjúkrahúsinu í Kampala, höfuðborg landsins.

Móður og börnum heilsast vel eftir fæðinguna en tvíburarnir voru teknir með keisaraskurði. Safina eignaðist stúlku árið 2020, 67 ára að aldri.

Safina naut aðstoðar lækna til að verða ólétt og þá var fylgst vel með henni á meðgöngunni.

Hún upplifði ítrekað fósturmissi þegar hún var yngri og segist hafa orðið fyrir fordómum vegna þess að hún átti engin börn. „Ég ákvað að láta þetta í hendur Guðs og hann hefur svarað bænum mínum,“ sagði Safina um barnalán sitt síðustu ár.

Síðustu mánuðir hafa ekki verið neinn dans á rósum hjá Safinu því hún segir að barnsfaðir hennar hafi verið fljótur að láta sig hverfa þegar hann komst að því að þau ættu von á tvíburum.

„Karlar virðast ekkert allt of hrifnir af því að heyra að maður gangi með fleiri en eitt barn,“ segir hún. „Hann lét ekki einu sinni sjá sig eftir að ég lagðist inn á spítala.“

Það er sjaldgæft að konur eignist börn svona seint á ævinni en þó ekki einsdæmi eins og bent er á í umfjöllun Mail Online.

Árið 2019 eignaðist Erramatti Mangayamma frá Indlandi tvíbura með aðstoð tæknifrjóvgunar. Þá var Erramatti 74 ára en við hlið hennar var eiginmaður hennar til 57 ára, Sitarama Rajarao.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði