fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Komst að 60 ára gömlu framhjáhaldi og tilkynnti konunni að hjónabandið væri búið

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hjón heitast hvort öðru ákveða þau að ganga í gegnum súrt og sætt saman og maður skyldi nú halda að þegar hjón hafa gengið veginn saman í áratugi, þá haldi það áfram saman, þó aðeins súrni í hjónabandinu. 

Svo var þó ekki hjá honum 99 ára gamla Antonio C. árið 2011, en saga hans og skilnaðar hans hefur nú verið rifjuð upp af netverjum. Antonio C. krafðist skilnaðar við eiginkonu sína, en þau höfðu þá verið gift í 70 ár, eftir að hann uppgötvaði framhjáhald sem átti sér stað fyrir sex áratugum. Kona hans 96 ára þegar karlinn vildi skilnað og líklega eru þau bæði komin neðan moldar nú þegar skilnaðarmálið er rifjað upp. 

Í dómsskjölum eru hjónin sem eru af ítölskum uppruna aðeins nafngreind sem Antonio C. og Rosa C., þar kemur fram að nokkrum dögum fyrir jól komst eiginmaðurinn að því að kona hans hélt ennþá upp á ástarbréf, sem elskhugi hennar hafði skrifað til hennar á fimmta áratugnum. Antonio gekk á sína konu sem játaði að hún hefði í átt í ástarsambandi fyrir meira en 60 árum. Játningin og ástarbréfin sem fundust í gamalli kistu reyndust síðasta stráið í hjónabandi sem stóð á nokkuð völtum fótum fyrir og krafðist Antonio C. skilnaðar og batt þar með endi á 77 ára samband þeirra. Rosa reyndi að sannfæra sinn mann að þetta væri löngu um garð gengið og tæki nú varla að skilja úr þessu, en Antonio C. var þvermóðskan uppmáluð og hélt við sitt.

Að vanda höfðu netverjar sitt að segja eftir að sagan af skilnaðinum fór á flug á X. 

„Fjandinn, þetta hlýtur að hafa sært hann svo mikið að hann gat ekki verið lengur í hjónabandinu.“ „Hann tók greinilega hjúskaparheitin alvarlega og þetta voru svik við traustið á milli þeirra.“

„Hann var enn ungur og gat skellt sér aftur á markaðinn, hitt einhverja aðra og eignast börn áður en hann varð 103 ára. Hann gat einbeitt sér að sjálfum sér núna. Kannski eignast nýtt áhugamál, eins og golf, eða kannski skipulagt eigin jarðarför. Heimurinn var hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði