fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Hver er að byggja miðaldakastala á manngerðri eyju?

Pressan
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 07:00

Hver er að byggja þennan stóra kastala? Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er verið að byggja kastala, í miðaldastíl, á manngerðri eyju í Póllandi og enginn veit hver stendur fyrir þessu né af hverju er verið að byggja kastalann. Lögreglan hefur handtekið sjö manns vegna málsins.

The Sun segir að talið sé að byggingin hafi hafist 2015 en verkefnið hefur verið mjög umdeilt. Sárafáir virðast hafa veitt þessari miklu framkvæmd athygli fyrr en 2018 þegar umhverfisverndarsamtök og skipulagsyfirvöld áttuðu sig á hvað var í gangi.

Lengi vel, og eiginlega enn, var ekki vitað hvar stóð að baki verkefninu en böndin hafa nú beinst að pólska fyrirtækinu DJT að sögn staðarmiðils. En ekki er vitað af hverju kastalinn er í miðaldastíl.

Hann er engin smásmíði. Skjáskot/YouTube

 

 

 

 

 

 

Um hríð var sú samsæriskenning á kreiki að pólski auðkýfingurinn Jan Kulcyk, sem lést 2015, hafi sviðsett andlát sitt og að hann væri eigandi kastalans.

Nú er kastalinn nær fullfrágenginn. Hann er ansi stór og er talið að mörg hundruð herbergi séu í honum.

Það var 2020 sem lögreglan handtók sjö manns, fjárfesta að sögn, vegna málsins og héraðsstjóranum var vikið úr embætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali