fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Stærsta ráðgáta flugsögunnar – Nú eru réttarhöldin hafin

Pressan
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 04:33

MH370 hvarf með 239 manns um borð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tæpum tíu árum hvarf flug MH370 þegar það var á leið frá Kuala Lumpur í Malasíu til Peking í Kína. Vélin hvarf algjörlega sporlaust og er hvarf hennar enn óleyst. Um borð voru 239 manns.

Nú er réttarhöld hafin í Kína vegna málsins en fjölskyldur 40 farþega, sem voru flestir Kínverjar, hafa höfðað mál og krefjast meðal annars bóta.

Einn þeirra sem hafa höfða mál er Jiang Hui en móðir hans var um borð í vélinni. Hún var sjötug. Í samtali við CNN sagði hann að þær fjölskyldur sem neituðu að semja um bætur fyrir tíu árum hafi ekki enn fengið bætur né afsökunarbeiðni.

Jiang Hui hefur höfðað mál á hendur Malaysia Airlines, sem átti flugvélina, tryggingafélagi flugfélagsins, Boeing og framleiðanda hreyfla flugvélarinnar.

Auk þess að krefjast bóta, opinberrar afsökunar og sálfræðiaðstoðar fyrir ættingja þeirra sem voru í vélinni krefst hann þess að sérstakur sjóður verði settur á laggirnar til að fjármagna leit að vélinni.

CNN segir að kröfur fjölskyldnanna séu ansi líkar en þó sé smávegis munur á þeim.

Ekki liggur ljóst fyrir hvað gerist ef kínverski dómstóllinn fellst á kröfur fjölskyldnanna því hin stefndu fyrirtæki eru öll alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar utan Kína.  Sum þeirra eru þó með starfsstöðvar í Kína.

Af þeim 239 sem voru um borð, voru 153 kínverskir ríkisborgarar.

Þær fjölskyldur sem gerðu samning á sínum tíma fengu sem svarar til rúmlega 40 milljóna íslenskra króna í bætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði