fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Veggjalúsafaraldurinn mikli – Hjón létust af þeirra völdum

Pressan
Mánudaginn 27. nóvember 2023 22:00

Veggjalýs eru óvelkomnar á flestum stöðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veggjalýs eru mikið vandamál víða um heim. Nú í haust bárust fréttir af miklum faraldri í París, svo miklum að ráðherrar í ríkisstjórn landsins ræddu málið og hvað hægt væri að gera. Einnig hafa borist fregnir af faraldri í Lundúnum, höfðu lýs meðal annars gert sig heimakomnar í kvikmyndahúsum í borginni.

Veggjalýs eru blóðsugur sem leggjast á fólk og sjúga blóð úr því. Að degi til halda þær sig í rifum og sprungum en þegar nóttin brestur á, koma þær úr fylgsni sínu og leita að fólki og bíta það til að sjúga blóð úr því.

Það getur verið mjög erfitt að losna við veggjalýs því þær geta lifað í allt að eitt ár án þess að fá nokkuð að éta.

John og Susan Cooper, Bretar á á sjötugsaldri, fóru sumarið 2018 til Egyptalands í sumarfrí. Þau ætluðu að eiga notalegt frí þar og njóta sólar og hita. Þau keyptu sér gistingu á Steigenberger Aqua Magic hótelinu við Rauða hafið. Með þeim í för voru dóttir þeirra og þrjú börn hennar.

En fríið breyttist í hreina martröð vegna veggjalúsa. Veggjalýs fundust í herberginu við hliðina á herbergi hjónanna á hótelinu. Því var lokað og innsiglað á meðan meindýraeyðar eitruðu herbergið með skordýraeitri sem heitir Lambda. Það gerir út af við veggjalýs.

Á meðan veggjalýsnar voru drepnar í herberginu, lágu hjónin og eitt barnabarn þeirra í hinu herberginu og sváfu. Barnabarnið veiktist um nóttina og fór yfir í herbergið til móður sinnar. Ákveðið var að fjölskyldan myndi hittast við morgunverðarborðið næsta dag. En hjónin skiluðu sér ekki þangað.

Dóttir þeirra, Kelly Ormerod, fór því upp í herbergið þeirra og fann þau liggjandi í rúminu. Faðir hennar var úrskurðaður látinn á vettvangi en móðir hennar lést síðar á sjúkrahúsi.

Nú, fimm árum síðar, liggur dánarorsökin loksins fyrir. Hjónin létust af völdum eitrunarinnar í herberginu við hliðina. Eitrið lak inn við hurðarkarm á milli herbergjanna og eitraði fyrir þeim.

Kelly Ormerod neyddist til að fara aftur heim til Bretlands án foreldra sinna. Í fimm ár beið hún eftir svari um hvað varð þeim að bana. Svarið færir henni þau ekki aftur og sorgin er enn mikil en Kelly sagði í samtali við BBC að það sé ákveðin huggun að nú sé komið svar við hvað varð þeim að bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði