fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Með ólæknandi heilakrabbamein og stefnir á að slá heimsmet með maraþonhlaupum – Ísland er á markmiðalistanum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 27. nóvember 2023 21:30

Iain Ward

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ættir fimm ár eftir ólifuð hvað myndir þú verja tímanum í? 

Þetta er spurningin sem hinn írski Iain Ward velti fyrir sér árið 2020 þegar hann greindist með ólæknandi heilaæxli. Ward sem er 34 ára í dag ákvað að nota það sem hann ætti eftir ólifað til að slá heimsmet og safna hæstu fjárhæð sem einstklingur hefur safnað fyrir maraþonhlaup. Hann vonast til að ná markmiðinu með aðstoð fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum. Á samfélagsmiðlum kallar hann sig The King of Chemo og er sem dæmi með 4,9 milljón fylgjendur á TikTok. Hvetur hann alla til að fylgja sér þar, því þannig muni fyrirtæki styrkja hann og skilar féð sér til krabbameinsrannsókna.

@thekingofchemo This is the greatest #BlackFridayDeal you’ll ever see. Never mind a discount. It’s 100% free health insurance. I need 49million followers to raise £2,300,000 for cancer research. Currently I’ve 4.9million followers and I raised £275,000, so I need x 10 times that. So for the love of god, do something productive and good today and just follow this channel right now! Don’t think “He’s doing fine, he’ll get there without my help. I don’t want to be reminded about cancer” Because I need YOU to follow this channel, and get EVERYONE you know affected by cancer to do the same. I know it’s unpleasant to deal with, but I promise I put the FUN in FUNdraising. You can’t polish a turd 💩, but you can roll it in glitter ✨, and that’s my job. This is a bleak subject matter, but that’s life. Ignoring it won’t make it go away. Every follower counts. That tiny bit of effort from you is the butterfly flapping it’s wings that leads to a hurricane of funding to a disease that affects half the world’s population. And that’s not a phrase, that is a statistic. 1 in 2 people will get cancer at some point in their lives. However the survival, and detection rates have increased dramatically due to cancer research funding. If you have your doubts that the money could be better used elsewhere, that’s fine, because you don’t need to donate. Following this channel is practically free healthcare insurance for half of all of your friends and family. Big social media channels attract companies who’d like to use the channel as advertising. So far I’ve gotten donations from MyProtine, budgysmugglers, Cully and sully, elveries, brewdog, Gymshark, gym+coffee, FourFive, fuel, Wayflyer. And you can go to Www.TheKingOfChemo.com and see the donations there. My point being THIS F🤬CKING SYSTEM IS WORKING. #BlackFridayDeal #cancerresearch #christmas #chartyseason ♬ original sound – Iain Liam Ward

Ward er einnig með söfnunarsíðu á GoFundMe og þar segir hann: „Ég er með banvænt heilakrabbamein og er að safna sem mestum peningum fyrir maraþonhlaup, sem er um það bil 2.300.000 pund. Ég ætla ekki að hætta fyrr en ég næ þessu markmiði, það gæti ekki gerst á þessu ári, en á næsta ári mun ég hafa meira fylgi og það mun gera það auðveldara að ná markmiðinu í annarri og þriðju tilraun.

„Til að slá þetta heimsmet ætla ég að hlaupa 52 mílur, eða tæpa 84 kílómetra, sem er tvöfalt maraþon, í hverju af 52 löndum og yfirráðasvæðum Evrópu, á 52 vikum. Samtals 2704 mílur eða 4352 kílómetra.“

Ward segir að eftir að hafa náð þessu markmiði ætli hann að taka sér mjög langt hlé og síðan endurtaka hlaupin í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna, með tveimur vikur í Kanada og Mexíkó til að koma fjölda staða upp í 52.

„Til að ná þessum tveimur afrekum þarf ég faglega heimildarmyndagerðarmenn á launum, sem þurfa að ferðast með mér í annað hvort einum stórum sendibíl/ferðabíl eða mörgum smærri, búnað og vistir, sem myndi örugglega kosta miklu meira en ég gerði ráð fyrir í upphafi,“ segir Ward.

@thekingofchemo If you think I’m emotionally manipulating you. You’re 100% correct. Now get off your high horse and follow the f***ing channel and do something that actually makes a bit of difference in the world. #inspirationalvideo #dontletthemwin #socialmediagrowth #selfbelief #killcancer #curecancer #motivationalvideo ♬ original sound – Iain Liam Ward

Ward segist þurfa að hugsa um framtíðina, og um leið og honum muni takast að slá fyrstu tvö fyrstu heimsmetin sín, ætlar hann að takast á við það næsta, að safna mesta pening til góðgerðarmála sem einstaklingur, en núverandi heimsmet er 32.796.155 pund. 

„Heimsmetið 32.796.155 pund er geðveikt mikið fé sem þarfnast framlaga frá einstaklingum. Ég vona að þú sjáir að allir peningar sem þú setur í þetta verði notaðir til að safna miklu meira fyrir krabbameinsrannsóknir til lengri tíma litið. Ég mun allavega gera þetta allt mjög skemmtilegt ferli. Frasinn: „Þú verður að eyða peningum til að græða peninga“ kemur upp í hugann.“

Árið 2019 var Ward sjálfboðaliti í læknisfræðilegri rannsókn þar sem hann fór meðal annars í segulómun sem sýndi æxli í heila hans. Í júlí 2020 fór hann í heilaaðgerð þar sem hann var vakandi allan tímann. „Ég ætla ekki að ljúga, það var svolítið óþægilegt, ég myndi ekki mæla með þessu,“ segir hann. 

Ward þurfti að vera með meðvitund í aðgerðinni og var spurður spurninga til að sjá hvaða hlutar heilans voru enn virkir og brugðust við. Þetta var til þess að læknarnir myndu ekki fyrir slysni skaða nein svæði sem voru lífsnauðsynleg í tal- og hreyfifærni hans. 

„Að mörgu leyti var ég andlega undirbúinn þegar þeir sögðu mér að þetta væri krabbamein á 3. stigi. Það sem ég óttaðist mest var að vita ekki hversu mikið af hæfileikum mínum til að tala myndi skaðast, því það sem er mikilvægast fyrir mig er að ég er fyndinn maður.“

Það er ljóst að Ward er stórhuga þegar kemur að markmiðum því hann segist einnig ganga um með risa hugmynd, sem hann fékk sem unglingur og horfði á kort af heiminum, og þar kemur meðal annars Ísland við sögu.

„Að sigla um allan heiminn eingöngu með handafli. London-Ástralía synda sundið, hjóla til Himalajafjalla, hlaupa fjöllin, kajaksiglingar um eyjar Indónesíu, fara yfir Ástralíu og u-beygju til baka frá Sydney, upp í gegnum Kína, yfir Beringssund, yfir til Alaska, niður til Argentínu, svo önnur u-beygja aftur upp um Brasilíu, austurströnd Bandaríkjanna og Kanada inn í heimskautsbauginn, síðan niður Grænland, Ísland og mögulega enda ferðina með hættulegasta og erfiðasta hluta ferðarinnar. Ferð  yfir Atlantshafið og hlaupið yfir Bretland til Dublin. Hugsaðu vel um foreldra þína og fáðu þér einn á hverfispöbbnum meðan ég hugsa um hvaða klikkaða verkefni ég á að taka mér næst fyrir hendur.“

Ljóst er að margir vilja styðja við markmið Ward því hann hefur þegar safnað 77784 pundum af 125 þúsund punda markmiði sínu á GoFundMe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði