fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Merk uppgötvun á Suðurskautinu – Leynist undir frosnu yfirborðinu

Pressan
Laugardaginn 18. nóvember 2023 16:30

Frá Suðurskautslandinu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gervihnattagögn hafa afhjúpað að undir frosnu yfirborði Suðurskautslandsins leynist landslag sem gæti hafa sloppið við rof og veðrun þar sem það hefur verið í skjóli undir frosnu yfirborðinu í 34 milljónir ára.

Gervihnattagögnin sýna að undir íslaginu á austurhluta Suðurskautslandsins er fornt landslag sem hefur mótast af ám á sínum tíma. Þetta veitir góða innsýn í hvernig Suðurskautið leit út áður en jöklar mynduðust og lögðust yfir það allt.

Megnið af því landi, sem er undir ísbreiðunni á Suðurskautslandinu, hefur eyðst vegna hreyfinga íssins en gervihnattagögn sýna að á austurhluta þess hefur landið nær ekkert breyst í 34 milljónir ára.

Stewart Jamieson, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við Live Science að einhvern tímann hafi ár runnið yfir landið þarna og það þýði að það líti nú út eins og það var áður en ís lagðist yfir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann
Pressan
Í gær

Hrollvekjandi mál aftur í brennidepli: Fjölskyldurnar sitja eftir með óbærilega spurningu

Hrollvekjandi mál aftur í brennidepli: Fjölskyldurnar sitja eftir með óbærilega spurningu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki