fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
Pressan

Merk uppgötvun á Suðurskautinu – Leynist undir frosnu yfirborðinu

Pressan
Laugardaginn 18. nóvember 2023 16:30

Frá Suðurskautslandinu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gervihnattagögn hafa afhjúpað að undir frosnu yfirborði Suðurskautslandsins leynist landslag sem gæti hafa sloppið við rof og veðrun þar sem það hefur verið í skjóli undir frosnu yfirborðinu í 34 milljónir ára.

Gervihnattagögnin sýna að undir íslaginu á austurhluta Suðurskautslandsins er fornt landslag sem hefur mótast af ám á sínum tíma. Þetta veitir góða innsýn í hvernig Suðurskautið leit út áður en jöklar mynduðust og lögðust yfir það allt.

Megnið af því landi, sem er undir ísbreiðunni á Suðurskautslandinu, hefur eyðst vegna hreyfinga íssins en gervihnattagögn sýna að á austurhluta þess hefur landið nær ekkert breyst í 34 milljónir ára.

Stewart Jamieson, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við Live Science að einhvern tímann hafi ár runnið yfir landið þarna og það þýði að það líti nú út eins og það var áður en ís lagðist yfir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ísland upp um eitt sæti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 2 dögum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu