fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Sýknaður af kynferðisbroti gegn barni eftir að hafa setið í fangelsi í 35 ár

Pressan
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 22:30

Louis Wright. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa setið í fangelsi í 35 ár var Louis Wright, 65 ára, sýknaður af kynferðisbroti gegn 11 ára stúlku. Samkvæmt lögum Michigan ríkis þá á hann rétt á bótum fyrir hvert ár sem hann sat saklaus í fangelsi.

Sky News skýrir frá þessu og segir að Wright hafi búið nærri heimili stúlkunnar í Albion í Michigan árið 1988. Þá var stúlkan beitt kynferðisofbeldi og var Wright fundinn sekur um það. Lögreglumaður, sem var á frívakt, sagðist hafa séð til ferða hans um fimm klukkustundum áður en stúlkan var beitt kynferðisofbeldi. Maður braust inn á heimili hennar, þegar hún var sofandi, og neyddi hana til að fara inn í stofuna þar sem hann braut síðan á henni.

Síðar þennan sama dag gaf Wright sig fram við lögregluna. Segja lögreglumenn að hann hafi þá játað að hafa brotið á stúlkunni en yfirheyrslan yfir honum var ekki tekin upp og hann skrifaði ekki undir játningu að sögn talsmanna Cooley Law Schoold Innocence Project, sem fer með mál hans. Stúlkan var aldrei beðin um að taka þátt í sakbendingu eða bera kennsl á árásarmanninn í dómsal.

Wright mótmælti ákærunni ekki en í Michigan er það metið til jafns við játningu þegar kemur að ákvörðun refsingar. Hann reyndi síðar að draga játningu sína til baka og lýsti yfir sakleysi sínu.

Á meðan hann sat í fangelsi hélt hann alltaf fram sakleysi sínu. Ekki er vitað af hverju hann mótmælti ekki ákærunni í upphafi.

Hann var dæmdur í 25 til 50 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot og 6 til 15 ára fangelsi fyrir innbrot.

Fyrr á árinu fundust munir tengdir málinu og voru þeir sendir í rannsókn. Niðurstaðan var að á þeim var DNA úr „útlendum karlmanni“. Þá lá ljóst fyrir að Wright væri saklaus og lagði saksóknari til að hann yrði sýknaður af ákærunni og var fallist á það.

Wright á rétt á allt að 1,7 milljónum dollara í bætur fyrir að hafa setið saklaus í fangelsi í 35 ár, eða 50.000 dollara fyrir hvert ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“