fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Vita loks hver „konan með blómatattúið“ er – Fannst myrt í Belgíu árið 1992

Pressan
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 10:41

Rita Roberts var 31 árs þegar hún var myrt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Belgíu og Bretlandi hafa loks borið kennsl á konu sem fannst myrt í Belgíu árið 1992. Hún gekk yfirleitt undir nafninu „konan með blómatattúið“ vegna einkennandi húðflúrs sem hún bar á vinstri handleggnum.

Daily Mail greinir frá því í dag að konan sem um ræðir sé Rita Roberts og var hún 31 árs þegar hún lést.

Rita var breskur ríkisborgari en lík hennar fannst í á í borginni Antwerp í Belgíu þann 3. júní 1992. Hún hafði flutt frá Cardiff í Wales í febrúar 1992 og heyrði fjölskylda hennar síðast í henni í maí þetta ár.

Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan gekk belgískum yfirvöldum illa að bera kennsl á konuna og var það ekki fyrr en ættingi Ritu rak augun í mynd af húðflúrinu að hjólin fóru að snúast.

Belgísk, hollensk og þýsk yfirvöld, í samvinnu við Interpol, fóru í alþjóðlegt átak fyrr á þessu ári til að bera kennsl á 22 konur sem grunur leikur á að hafi verið myrtar og var Rita í hópi þeirra. Ættingi hennar sá umfjöllun um málið í sjónvarpinu og hafði strax samband við yfirvöld.

Belgíska lögreglan hefur nú biðlað til almennings að stíga fram hafi það einhverjar upplýsingar um málið og hver það var sem bar ábyrgð á dauða Ritu. Aðstandendur Ritu hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hvarf hennar hafi haft gríðarleg áhrif á fjölskylduna öll þessi ár. Fjölskyldan sé engu að síður þakklát fyrir að vita hver örlög hennar urðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“