fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Pressan

Óhugnanlegur fundur í ruslagámi – Sonur þekkts framleiðanda handtekinn

Pressan
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar maður einn kíkti ofan í nokkra ruslagáma í Hollywood í Los Angeles snemma að morgni miðvikudags í síðustu viku gerði hann óhugnanlega uppgötvun. Í einum þeirra var lík.

Samkvæmt fréttum CNN og The New York Times þá hófst málið eiginlega á þriðjudagskvöldið þegar lögreglumenn voru sendir að húsi í Tarzana. Byggingaverkamaður hafði tilkynnt lögreglunni að hann hefði séð lík í plastpoka. En eftir því sem talsmaður lögreglunnar sagði þá fundu lögreglumennirnir ekkert þegar þeir komu á vettvang.  Engin sönnunargögn hafi verið sem gerðu þeim kleift að réttlæta að fara inn í húsið.

En eins og áður sagði þá fannst lík í ruslagámi daginn eftir. Þetta var lík af konu. Kennsl hafa ekki enn verið borin á það með fullri vissu en talið er að það sé af hinni 37 ára Mei Li Haskell sem býr í húsinu í Tarzana.

Eiginmaður hennar er hinn 35 ára Samuel Haskell. Hann er sonur Emmyverðlaunahafans og umboðsmannsins Sam Haskell III. CNN segir að hann hafi meðal annars verið umboðsmaður Whoopi Goldberg, Dolly Parton og George Clooney.

Mei og Samuel eru skráð til heimilis í fyrrnefndu húsi í Tarzana ásamt þremur börnum sínum. þegar lögreglan leitaði í húsinu á miðvikudaginn fannst hvorki tangur né tetur af Mei.

Þar með er ekki öll sagan sögð því foreldrar Mei búa einnig í húsinu. Þau eru 71 og 64 ára. Þau eru bæði horfin.

Samuel er nú í haldi lögreglunnar, grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína og tengdaforeldra.

Þau eru týnd. Mynd:Lögreglan í Los Angeles
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum
Pressan
Í gær

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum