fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Fjallgöngumaður sem hvarf fyrir tveimur mánuðum fannst látinn – Hundurinn var lifandi við hlið hans

Pressan
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 19. ágúst síðastliðinn hélt Rich Moore í gönguferð ásamt hundinum Finney í San Juan-fjöll í Colorado í Bandaríkjunum. Eitthvað varð til þess að Rich og Finney skiluðu sér ekki aftur heim.

Umfangsmikil leit skilaði engum árangri, ekki fyrr en á dögunum að Rich, sem var 71 árs, fannst látinn. Það sem vakti hins vegar athygli leitarhópa var sú staðreynd að við hið hans var hinn tryggi vinur, Finney.

Hundar eru þrautseigar skepnur og var Finney lifandi og við þokkalega heilsu þegar hann fannst. Hann er nú kominn í hendur ættingja sinna eftir að dýralæknar höfðu skoðað hann gaumgæfilega og gefið honum grænt ljós á að fara heim. Finney er 14 ára og af tegundinni Jack Russell terrier.

Rich og Finney ætluðu að ganga saman á Tindinn Blackhead, skammt austur af Pagosa Springs, en tindurinn er um 3.800 metra hár. Ekki leikur grunur á að neitt saknæmt hafi átt sér stað og bendir flest til þess að Rich hafi látist af náttúrulegum orsökum, að því er segir í fréttum bandarískra fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa