fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Lést eftir að hafa bundið sig við 1.000 blöðrur og svifið á brott

Pressan
Þriðjudaginn 3. október 2023 04:05

Hér svífur hann á brott. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margar leiðir til að afla fjár fyrir góðan málstað en óhætt er að segja að Adelir Antonio de Carli, sem var prestur í Brasilíu, hafi farið mjög óvenjulega leið þegar hann reyndi að safna fé fyrir nýrri kapellu í heimabæ sínum.

Hann vildi ekki fara hefðbundna leið eins og að synda eða hlaupa maraþon. Þess í stað batt hann sig við 1.000 helíumblöðrur og tókst á loft.

Unilad segir að markmið hans hafi verið að bæta heimsmetið í að haldast á lofti með aðstoð helíumblaðra en það var 19 klukkustundir.

De Carli vissi vel hvað hann gerði því hann var reyndur fallhlífarstökkvari og hafði hlotið þjálfun í hvernig á að komast af í óbyggðum.

Adelir Antonio de Carli. Skjáskot/YouTube

 

 

 

 

 

 

 

Hann tókst heldur ekki á loft í stuttermabol og gallabuxum. Þegar hann tókst á loft þann 20. apríl 2008 var hann með hjálm, í vatnsþéttum samfestingi og hitabúningi. Hann var einnig með fallhlíf, GPS-staðsetningartæki og talstöð til að vera í sambandi við flugumferðarstjóra.

Þetta var önnur tilraun hans til að slá metið en fyrr á þessu sama ári hafði hann farið í fjögurra klukkustunda blöðruflug þar sem hann komst upp í rúmlega 17.000 feta hæð. Þá hófst hann á loft frá bænum Amepre og lenti í Argentínu.

En seinni tilraunin mistókst hrapalega því hann hvarf eftir átta klukkustunda flug.

Leitað var að honum úr lofti og á landi en leitin bar ekki árangur. Tveimur dögum síðar sáust nokkrar af blöðrunum undan suðausturströnd Brasilíu.

Lík hans fannst nokkrum mánuðum síðar fyrir tilviljun af áhöfn dráttarbáts. DNA-rannsókn þurfti til, til að hægt væri að staðfesta að líkið væri af de Carli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði