fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Hversu oft hugsa karlmenn um Rómarveldi?

Pressan
Þriðjudaginn 3. október 2023 07:00

Rómverskir hermenn. Mynd:Flickr/Hans Splinter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu oft hugsa karlmenn um Rómarveldi? Þetta kann að hljóma undarlega en þessi spurning er ein sú heitasta á samfélagsmiðlinum TikTok þessa dagana.

Kona beinir myndavélinni að unnusta sínum og spyr: „Elskan, hversu oft hugsar þú um Rómarveldi?“ Hann horfir undrandi á hana og segir svo: „Svona tvisvar á dag.“

Þessa dagana spyrja konur um allan heim unnusta sína, bræður og feður að þessu. Þetta nýja trend hefur breiðst hratt út á TikTok og nú þegar hefur myllumerkið #romanempire verið notað 1,6 milljarða sinnum.

Ef trúa má myndböndunum á TikTok þá virðast karlmenn hugsa ótrúlega oft um Rómarveldi.

En hugsa karlmenn virkilega svona oft um Rómarveldi? TV2 leitaði til Christian Groes, lektors við Hróarskelduháskóla, sem vinnur að rannsóknum á hegðun kynjanna. Hann sagði ekki útilokað að karlar hugsi oft um Rómarveldi en sagðist þó sjálfur ekki hugsa oft um Rómarveldi, það gerist einna helst ef hann sér heimildarmynd um það.

Hvað varðar skýringu á því að karlar hugsi kannski oft um Rómarveldi sagði hann að það geti snúist um að þeir heillist af stríði og heimsveldum. En einnig snúist þetta um karlmennskuímynd, Rómarveldi sé ákveðin táknmynd fyrir karlmennskuímyndina til forna. Á tíma þess hafi karlmenn verið hermenn, snjallir, flottir, hafi unnið sigra og verið hylltir. Af þeim sökum dreymi karla kannski um þann tíma.

Hann sagði eiginlega ekki undarlegt að hugsanir af þessu tagi leiti á karla nú. Nú séu margar krísur í heiminum og af þeim sökum liggi kannski beint við að láta sig dreyma um tíma þar sem sigrar unnust og heimsveldi réðu lögum og lofum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði