Réttarmeinafræðingur kom á vettvang og hófst handa við að rannsaka líkið en fætur þess stóðu undan runna. Hann áttaði sig strax á að hér var ekki um alvarlegt mál að ræða.
„Það er með miklum létti sem við getum sagt að réttarmeinafræðingur gat skorið úr um að fæturnir og höndin, sem stóðu undan runnanum, tilheyra í raun og veru vel gerðri dúkku í fullri stærð,“ sagði síðan í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér.
The Sun hefur eftir heimildarmanni að lögreglan hafi í fyrstu talið að hún stæði frammi fyrir morðrannsókn og hafi því kallað réttarmeinafræðing og aðra sérfræðinga á vettvang. Þegar „líkið“ var dregið undan runnanum hafi lögreglan áttað sig á hvers kyns var og hafi lögreglumennirnir hlegið dátt að þessu. „Þetta var mjög skítug, ónýt og ofnotuð kynlífsdúkka,“ sagði heimildarmaðurinn.