fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Vildi bara taka einn hring í viðbót en hvarf sporlaust – Telja að henni hafi verið rænt

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 2. október 2023 08:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á annað hundrað manns taka nú þátt í leit að níu ára stúlku sem ekkert hefur spurst til síðan um kvöldmatarleytið á laugardag.

Stúlkan, Charlotte Sena, var í útilegu með fjölskyldu sinni og vinum í Moreau Lake í New York-ríki þegar hún hvarf. Óttast lögregla að hún hafi verið numin á brott.

CNN segir frá því að stúlkan hafi farið í hjólreiðatúr með vinum sínum á laugardag og hjólaði hópurinn nokkra hringi í kringum svæðið. Charlotte ákvað að taka einn hring í viðbót, ein síns liðs, en skilaði sér ekki til baka.

Stúlkan sást síðast um klukkan 18:15 á laugardag og fannst hjólið hennar um klukkan 18:45. Lögreglu var gert viðvart í kjölfarið.

Á blaðamannafundi sem lögregla hélt í gær kom fram að grunur hefði fljótlega vaknað um að stúlkunni hefði verið rænt. Sporhundar hafa meðal annars tekið þátt í leitinni og þá hefur verið leitað með drónum og þyrlu úr lofti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði