The Guardian skýrir frá þessu og segir að verið sé að rannsaka viðskipti Arnault og Nikolai Sarkisov.
Arnault er stofnandi og forstjóri LVMH Moet Hennessy Louis Vuitton en það er stærsta lúxusvörufyrirtæki heims. Sarkisov er bróðir stofnanda rússneska tryggingafyrirtækisins Reso-Garantia.
Le Monde skýrði frá því fyrir helgi að málið tengist kaupum Sarkisov á 14 lúxusfasteignum í Courcheval árið 2018. Kaupin voru líklega fjármögnuð með láni frá Arnault. Heimildir blaðsins herma að rannsóknin beinist að fjármagnsfærslum sem „bera einkenni peningaþvættis“.
Saksóknarar í París staðfestu við Le Monde að rannsókn hafi hafist á síðasta ári á málum Arnault.