Í nýlegri umfjöllun Mirror var leitað til meindýrafræðinga hjá Pest World og Bed Bugs um hvar sé veggjalýs geti leynst á heimilum. Starfsmenn fyrirtækjanna hafa haft mikið að gera að undanförnu við að bregðast við tilkynningum um veggjalýs og þekkja því ansi vel til þeirra.
Starfsmennirnir bentu á óvenjulega staði á heimilum fólks þar sem veggjalýs geta leynst. Þetta eru staðir þar sem fólk á síst von á að finna þær.
Veski eru meðal þessara staða en fæstir eiga væntanlega von á að finna veggjalýs í veskjum. Veggjalýs geta hoppað ofan í veski ef þau eru sett niður á gólf eða jörðina eða nærri húsgögnum.
Einnig voru bangsar og önnur tuskudýr nefnd til sögunnar. Sérstaklega ef börn taka þau með sér hingað og þangað. Það er hægt að þvo tuskudýr og þurrka í þurrkara til að gera út af við veggjalýs.
Veggjalýs geta leynst í flugvélum og því er gott að ryksuga ferðatöskur eftir ferðalög sem og aðrar töskur og þvo það sem í þeim var.
Ef þú telur þig hafa fundið veggjalús þá skaltu hafa samband við meindýraeyði.