fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Nauðgari dæmdur í fangelsi – Kenndi fórnarlömbunum um

Pressan
Fimmtudaginn 12. október 2023 13:54

Karl Calder-Harley

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Calder-Harley, 26 ára, var nýlega dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað þremur unglingsstúlkum og fyrir að hafa stundað kynlíf með stúlku undir lögaldri.

Sky News skýrir frá þessu og segir að dómari hafi sagt að Harley hafi ekki sýnt nein merki iðrunar. Hann er sagður hafa kennt fórnarlömbum sínum um ofbeldisverkin.

Það var dómstóll í Edinborg í Skotlandi sem dæmdi Harley í fangelsi. Fyrir dómi kom fram að hann hafi sótt unglingsstúlkuna, sem hann stundaði kynlíf með, í skólann þar sem hún var í skólabúningi sínum.

Lögreglumaður, sem bar vitni, sagði að Harley hafi sýnt af sér „stjórnsemi og ofbeldisfulla hegðun gagnvart fórnarlömbunum“.

Fyrsta nauðgunin átti sér stað á tímabilinu frá júní 2013 til júní 2014 en þá var Harley um 18 ára gamall. Hann þrýsti þá höfði unglingsstúlku niður í kodda og neyddi hana til að vera í rúminu þrátt fyrir að hún grátbæði hann um að hætta.

Næsta fórnarlambi, sem var 15 ára, nauðgaði hann á tímabilinu apríl 2016 til júní 2017. Hann var einnig fundinn sekur um að hafa stundað kynlíf með henni þegar hún var undir lögaldri.

Þriðja fórnarlambið var 13 ára þegar hún varð fyrir barðinu á Harley. Hann komst í samband við hana í gegnum samfélagsmiðilinn TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær