Sky News skýrir frá þessu og segir að dómari hafi sagt að Harley hafi ekki sýnt nein merki iðrunar. Hann er sagður hafa kennt fórnarlömbum sínum um ofbeldisverkin.
Það var dómstóll í Edinborg í Skotlandi sem dæmdi Harley í fangelsi. Fyrir dómi kom fram að hann hafi sótt unglingsstúlkuna, sem hann stundaði kynlíf með, í skólann þar sem hún var í skólabúningi sínum.
Lögreglumaður, sem bar vitni, sagði að Harley hafi sýnt af sér „stjórnsemi og ofbeldisfulla hegðun gagnvart fórnarlömbunum“.
Fyrsta nauðgunin átti sér stað á tímabilinu frá júní 2013 til júní 2014 en þá var Harley um 18 ára gamall. Hann þrýsti þá höfði unglingsstúlku niður í kodda og neyddi hana til að vera í rúminu þrátt fyrir að hún grátbæði hann um að hætta.
Næsta fórnarlambi, sem var 15 ára, nauðgaði hann á tímabilinu apríl 2016 til júní 2017. Hann var einnig fundinn sekur um að hafa stundað kynlíf með henni þegar hún var undir lögaldri.
Þriðja fórnarlambið var 13 ára þegar hún varð fyrir barðinu á Harley. Hann komst í samband við hana í gegnum samfélagsmiðilinn TikTok.