fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Óvænt tíðindi af Seinfeld – „Það mun eitthvað gerast“

Pressan
Miðvikudaginn 11. október 2023 04:05

Jerry Seinfeld til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir muna eflaust eftir grínþáttunum „Seinfeld“ en þeir nutu mikilla vinsælda á sínum tíma en nú er aldarfjórðungur liðinn síðan þeir voru sýndir í sjónvarpi. En nú berast óvænt tíðindi af þáttaröðinni.

Jerry Seinfeld, sem þáttaröðin er kennd við, kom fram í Wang leikhúsinu í Boston á laugardaginn með uppistand. Óhætt er að segja að hann hafi komið áhorfendum á óvart.

Hann lét ummæli falla sem má skilja á þann veg að hugsanlega sé þáttaröðin að snúa aftur, að minnsta kosti með nýjan lokaþátt. NBC Boston skýrir frá þessu.

Á uppistandinu bauð Seinfeld áhorfendum að spyrja spurninga. Barst umræðan þá að þáttaröðinni vinsælu og þeirri staðreynd að áhorfendur voru almennt séð ekki mjög hrifnir af lokaþættinum. Einn áhorfendanna spurði Seinfeld því hvað honum fyndist sjálfum um lokaþáttinn.

„Já, ég er með smá leyndarmál fyrir þig um lokaþáttinn. En ég get eiginlega ekki sagt þér frá þessu, því þetta er leyndarmál. En það sem ég get sagt, mátt þú ekki segja neinum. Það mun eitthvað gerast sem tengist lokaþættinum, sem hefur ekki gerst enn,“ sagði Seinfeld.

Lokaþátturinn var sýndur í tveimur hlutum og sneru margir af fyrri persónum þáttanna aftur í þeim. Þátturinn hefur oft verið sagður versti endirinn á nokkurri þáttaröð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær