Þetta gæti hafa leikið lykilhlutverk í þróun nútímamannsins og nánustu ættingja hans, sem nú eru útdauðir. Þetta eru Neanderdalsmenn og Denisovans.
Live Science skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Science.
Vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, segja að gögn um erfðamengi forfeðra okkar sýni að fyrir 813.000 til 930.000 árum hafi mannkynið lent í erfiðleikum og hafi um 98,7% mannfjöldans horfið af sjónarsviðinu.
Wangjie Hu, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við Live Science að þetta ástand hafi varað lengi og því hafi tegundin verið í mikilli hættu á að deyja út.
Benda vísindamennirnir á að þessi mikla fólksfækkun hafi átt sér stað á sama tíma og það kólnaði mikið með tilheyrandi myndun jökla og lægri yfirborðshita.