fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Dularfull sjón í geimnum – Er þetta spurningarmerki?

Pressan
Sunnudaginn 1. október 2023 14:00

Er þetta ekki spurningarmerki? Mynd:NASA, ESA, CSA, J. DePasquale/STSc

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar vísindamenn skanna himinhvolfið í leit að betri vitneskju um geiminn vonast þeir til að fá svör við ýmsum spurningum. En þeir eiga nú ekki von á að fá algjörlega hið gagnstæða, spurningarmerki.

En á mynd sem James Webb geimsjónaukinn tók nýlega er ekki annað að sjá en risastórt spurningarmerki blasi við í órafjarlægð frá jörðinni.

Geimsjónaukanum var beint að fæðingu stjörnu, sem er þekkt sem HerbigHaro 46/47, en ekki er annað að sjá en að á myndinni sé spurningarmerki.

Science Alert skýrir frá þessu og birtir nokkrar myndir af spurningarmerkinu.

Spurningarmerkið er bjart og rauðleitt og liturinn á þessum tveimur formum, sem mynda spurningarmerkið, bendir til að þau séu um það bil jafn langt frá jörðinni en þó alls ekki nærri henni.

Science Alert segir að enn sé ekki hægt að segja til um hvað þetta er með neinni vissu en hugsanlega séu þetta tvær fjarlægar vetrarbrautir sem hafa áhrif á hvort aðra og mynda þetta skemmtilega form sem spurningarmerki.

Vitað er um aðrar vetrarbrautir sem hafa áhrif á hver aðra og mynda form, sem líkjast formum sem við þekkjum, vegna þyngdaraflsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði