En á mynd sem James Webb geimsjónaukinn tók nýlega er ekki annað að sjá en risastórt spurningarmerki blasi við í órafjarlægð frá jörðinni.
Geimsjónaukanum var beint að fæðingu stjörnu, sem er þekkt sem Herbig–Haro 46/47, en ekki er annað að sjá en að á myndinni sé spurningarmerki.
Science Alert skýrir frá þessu og birtir nokkrar myndir af spurningarmerkinu.
Spurningarmerkið er bjart og rauðleitt og liturinn á þessum tveimur formum, sem mynda spurningarmerkið, bendir til að þau séu um það bil jafn langt frá jörðinni en þó alls ekki nærri henni.
Science Alert segir að enn sé ekki hægt að segja til um hvað þetta er með neinni vissu en hugsanlega séu þetta tvær fjarlægar vetrarbrautir sem hafa áhrif á hvort aðra og mynda þetta skemmtilega form sem spurningarmerki.
Vitað er um aðrar vetrarbrautir sem hafa áhrif á hver aðra og mynda form, sem líkjast formum sem við þekkjum, vegna þyngdaraflsins.