fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

„Brú lífsins“ hafði þveröfug áhrif

Pressan
Sunnudaginn 1. október 2023 21:00

Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um áratug síðan ákváðu yfirvöld í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, að gera eitthvað í alvarlegum faraldri sem tengdist brúm sem gengu yfir ánna Han. Þangað höfðu alltof margir lagt leið sína til að binda endi á líf sitt.

Vinsælust var brúin Mapo og í september árið 2012 ákváðu borgaryfirvöld að gefa brúnni yfirhalningu. LED-ljósum var komið fyrir til að gera brúnna hlýlegri og brúin skreytt með andlega hvetjandi skilaboðum, huggandi orðum og myndum. Þessi skilaboð voru tengd við hreyfiskynjara og birtust þegar vegfarendur gengu framhjá vissum stöðum.

Skilaboð á borð við: Besta stund lífs þíns á eftir að renna upp; Áhyggjur þínar munu verða að engu þegar þú ert eldri; Erfið stund mun líða hjá líkt og áin hér fyrir neðan.

Vonir stóðu til að með þessu myndi fólk hverfa frá áætlunum sínum, og færri tapa lífinu. Ári síðar höfðu 65 reynt að fremja sjálfsvíg á brúnni sem yfirvöld höfðu gefið gælunafnið „brú lífsins“. Þetta var gífurleg aukning, en árið fyrir breytingarnar höfðu aðeins 15 reynt að taka líf sitt á þessum stað.

Yfirvöld voru gagnrýnd fyrir verkefnið sem ljóst væri að hefði haft þveröfug áhrif. Þau reyndu að malda í móinn með því að benda á að þó fleiri hafi reynt að taka líf sitt, þá hefði færri tekist það og mætti þar þakka auknu eftirliti og viðbragðsáætlun.

Aðrir bentu þó á að með því að ráðast í þessa yfirhalningu á brú lífsins, hefði í raun verið að auglýsa hana sem stað þar sem gott væri að taka eigið líf. Því hefði í raun verið um frekar dýr auglýsingaherferð að ræða fyrir nákvæmlega það sem yfirvöld vildu fyrirbyggja.

Borgaryfirvöld játuðu sig loks sigruð árið 2015 og var ljósunum og hvatningarorðunum skipt út og þess í stað aukin áhersla lögð á aukið eftirlit.

_____________________________

Í þessari frétt er fjallað um sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði