fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Nokkrar góðar ástæður fyrir að fara í kalda sturtu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. janúar 2023 13:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að fara í kalda sturtu getur aukið vellíðan, linað verki og svo er það auðvitað ódýrara en að fara í heita sturtu.

Ef þú ferð í kalda sturtu þá er hún örugglega ekki kaldari en 10 gráður. Þú þarft því að standa undir bununni í minnst eina mínútu til að það fari að hafa góð áhrif á heilbrigði líkamans.

Hiti og vellíðan. Kalt vatnið veldur skammvinnum og mjög stressandi áhrifum á líkamann. Hann sendir þá viðvörunarefni til heilans og út í líkamann. Þetta eru til dæmis adrenalín og efni sem draga úr sársauka og stressi. Þetta hefur í för með sér að þegar þú skrúfar fyrir kalda vatnið þá finnur þú fyrir hlýrri og afslappaðri tilfinningu þegar blóðið byrjar aftur að renna til húðarinnar og vöðva. Þetta getur haft margra klukkustunda vellíðunaráhrif. Þú getur upplifað enn lengri slíka tilfinningu ef þú stundar sjóböð að vetri til eða ferð í kaldan pott.

Dregur úr verkjum. Ef þú glímir við gigt, auma vöðva eða bólgur þá getur þú upplifað að verkirnir linast ef þú ferð í kalda sturtu.

Önnur heilsufarsáhrif. Köld sturta getur haft jákvæð áhrif á ónæmiskerfið, fitubrennslu, bætt svefn, aukið gljáa húðarinnar og fært henni meiri raka. En niðurstöður rannsókna eru ekki samhljóma og óvíst er hvaða heilsufarsávinningur er af því að baða sig í köldu vatni. Til dæmis hafa rannsóknir sýnt að þeir sem stunda sjóböð að vetri til eru með færri veikindadaga og finnst þeir heilbrigðari en aðrir. En vísindamenn vita ekki hvort kemur fyrst: Heilbrigt fólk, sem stundar vetrarböð, eða verður maður heilbrigðari af því að stunda vetrarböð?

Þeir sem eru með sykursýki eða lélegt blóðflæði eða ofurviðkvæmir fyrir kulda eða með alvarleg hjartavandamál eða of háan blóðþrýsting ættu ekki að stunda köld böð eða vetrarböð í sjó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni