fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Stjörnur hverfa hraðar en við héldum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. janúar 2023 22:00

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gegnum tíðina hefur mannkynið haft gott útsýni til næturhiminsins nema auðvitað þegar ský hafa byrgt fyrir. Stjörnurnar á næturhimninum hafa eflaust komið við sögu í tilurð magra þjóðsagna og mýta og hafa verið uppspretta ótal kvikmynda og sjónvarpsþátta.

En nú er svo komið að vegna ljósmengunar fækkar þeim sífellt sem sjá stjörnurnar á næturhimninum.

Sky News segir að samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá minnki útsýni okkar til næturhiminsins nú hraðar en áður var talið. Nú geti um þriðjungur mannkyns ekki séð stjörnurnar á næturhimni.

Á heiðskírri nóttu getur mannsaugað greint mörg þúsund stjörnur á næturhimninum, stjörnur í Vetrarbrautinni. En vegna ljósmengunar sér fólk sífellt færri stjörnur á himni.

Sky News segir að þetta sé niðurstaða nýrrar rannsóknar á vegum Globe at Night en hún var birt í vísindaritinu Science.

Fram kemur að barn sem fæðist í dag á stað þar sem 250 stjörnur eru sjáanlegar á himni, muni aðeins geta séð um 100 stjörnur þegar það verður 18 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“