fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Notaði ranga teskeið til að hræra í tebollanum – Það varð henni að bana

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. janúar 2023 21:00

Mynd úr safni. Mynd:EPA/M.A. PUSHPA KUMARA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok desember fóru Craig McKinnon og Jess Prinsloo í draumaferð sína til Suður-Afríku. Þann 27. desember bar Craig upp bónorð og Jess játaðist honum. En aðeins fjórum dögum síðar lést hún.

Mirror segir að talið sé að hún hafi látist eftir að hafa notað ranga teskeið til að hræra í teinu sínu.

Það gerðist heima hjá móður hennar í Jóhannesarborg. Þar tók Jess skeið, sem hafði komist í snertingu við mjólkurafurðir, og hrærði í teinu sínu með henni. Nokkrum sekúndum eftir að hún drakk úr tebollanum fékk hún bráðaofnæmiskast þar sem háls hennar bólgnaði upp. Hún var strax flutt á sjúkrahús en þar lést hún daginn eftir.

Það var vitað að Jess var með ofnæmi fyrir mjólkurvörum og því var hún alltaf með tvo ofnæmispenna með sér ef hún skyldi fá ofnæmiskast. En þeir virkuðu ekki í þetta sinn.

Craig og Jess kynntust 2019 og byrjuðu að búa saman 2021.

En í stað þess að koma heim til Englands til að byrja að undirbúa brúðkaup, þá kom Craig einn heim með ösku Jess með í farteskinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“