fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Pressan

Rekinn frá Disney eftir 3 mánuði – Kostaði fyrirtækið 20 milljónir á dag

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 05:44

70 ára áskrift að Disney+ er nú kannski aðeins í meira lagi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ansi ábatasamt fyrir Geoff Morell að standa sig ekki nægilega vel í vinnunni. Hann var ráðinn til Disney Corporate Affaris þann 24. janúar á síðasta ári. Hann stoppaði ekki lengi við því í apríl var hann rekinn.

Þessi misheppnaða ráðning kostaði Disney 150.000 dollara á dag en það svarar til um 21,5 milljóna íslenskra króna. Í heildina kostaði þessi skammvinna ráðning Disney sem svarar til tæplega 1,5 milljarða íslenskra króna að sögn CNN Business og byggir þetta á tilkynningu Disney til kauphallarinnar.

„Fáir yfirmenn hafa staðið sig svona illa í vinnunni á svo skömmum tíma og grætt jafn mikið á því og Geoff Morell,“ segir CNN.

Það eru margir þættir sem gera að verkum að kostnaðurinn við þriggja mánaða starfstíma Morell var svona hár. Laun hans og bónusgreiðslur á þeim fimm mánuðum, sem hann var á launaskrá Disney, voru samtals sem nemur um 1,2 milljörðum íslenskra króna. Upphæðin lækkaði um sem svarar til um 290 milljóna króna  því hann náði ekki að uppfylla öll þau markmið sem kveðið var á um í ráðningarsamningi hans.

Disney keypti einnig heimili Morell á 650 milljónir króna til að hlífa honum við hugsanlegum verðlækkunum á fasteignamarkaði. Disney á húsið enn svo ekki liggur fyrir hvort fyrirtækið mun tapa á kaupunum eða hagnast.

Disney keypti Morell út úr ráðningarsamningi hans og greiddi honum 580 milljónir króna fyrir það.

Þegar þetta er allt lagt saman er kostnaðurinn við ráðningu hans 1,5 milljarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vilhjálmur til OK
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu