fbpx
Laugardagur 31.janúar 2026
Pressan

Söguleg þrenna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 20:00

Skjáskot úr Avatar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir frekar rólega byrjun þá hefur aðsóknin á kvikmyndina „Avatar: The Way of Water“ tekið vel við sér og nú hefur myndin rofið tveggja milljarða dollara múrinn í sölu aðgöngumiða. Þetta þýðir að leikstjórinn James Cameron hefur sett ótrúlegt met.

Yahoo! News segir að nú geti Cameron státað sig af að vera eini leikstjórinn sem hefur leikstýrt þremur myndum sem hafa farið yfir tveggja milljarða dollara markið.

Hinar tvær eru Titanic, sem var gerð 1997, og fyrsta Avatar-myndin en hún var gerð 2009. Fyrri Avatar-myndin nálgast nú hægt og bítandi þriggja milljarða dollara markið en nú eru tekjurnar af henni komnar í 2,94 milljarða dollara.

Auk Avatar-myndanna og Titanic þá hafa tvær Avengers-ofurhetjumyndir og ein Star Wars mynd rofið tveggja milljarða dollara múrinn.

Þriðja Avatar-myndin verður frumsýnd á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandarískir TikTok-notendur segja miðilinn ritskoða færslur og skilaboð sem tengjast Epstein og ICE

Bandarískir TikTok-notendur segja miðilinn ritskoða færslur og skilaboð sem tengjast Epstein og ICE
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi söngvari Spandau-ballett fundinn sekur um nauðgun

Fyrrverandi söngvari Spandau-ballett fundinn sekur um nauðgun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingskynlífssena splundraði samstarfi athyglisverðustu bræðra Hollywood

Unglingskynlífssena splundraði samstarfi athyglisverðustu bræðra Hollywood
Pressan
Fyrir 4 dögum

Systur sameinaðar í fyrsta sinn síðan faðirinn myrti móður þeirra fyrir 50 árum

Systur sameinaðar í fyrsta sinn síðan faðirinn myrti móður þeirra fyrir 50 árum